Heilbrigðisráðherra telur rétt að bíða með ákvörðum um sólarhringsvaktir á skurðstofu HSS
Að mati Heilbrigðisráðuneytisins myndi heildarlaunakostnaður við bakvaktir allan sólarhringinn alla daga ársins á skurðstofu Heilbrigðisstofnun Suðurnesja nema að lágmarki um 60 milljónum króna. Er þá miðað við að útköll séu að meðaltali tvisvar í viku. Launakostnaður við bakvaktir er nú um 15 millj. kr. Heilbrigðisráðherra telur rétt að bíða með ákvörðun um sólarhringsvakt á skurðstofu HSS.
Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Jóns Gunnarssonar, þingmanns, á Alþingi þess efnis hvort ráðherra hygðist beita sér fyrir því að unnt verði að starfrækja sólarhringsvakt á skurðstofu HSS á næsta ári og hver sé áætlaður viðbótarkostnaður við það.
Í svari Sivjar Friðleifsdóttur, heilbrigðisráðherra, kom fram að núna standi yfir algjörar endurbætur á skurðstofu HSS og því sé eðlilegt að bíða og sjá hvernig starfsemin fari af stað í nýju umhverfi áður en vöktum verði fjölgað. Sagði Siv að gera mætti ráð fyrir því að í sumum þeirra tilvika þar sem skurðaðgerða væri þörf yrði að flytja sjúklinga í hendur sérfræðinga Landspítalans óháð því hvort um sólarhringsvakt væri að ræða eða ekki. „Einnig verður að hafa sérstaklega í huga að tíðni útkalla er frekar lág, það er fremur stutt akstursleið til mjög öflugrar skurðstofu á Landspítalanum – háskólasjúkrahúsi og akstursleiðin þangað hefur verið bætt stórlega með tvöföldun Reykjanesbrautar.
Ég vil einnig í þessu sambandi benda á að bráðavakt lækna er allan sólarhringinn á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til að veita fyrstu meðferð,“ segir m.a. í svari Sivjar Friðleifsdóttur, heilbrigðisráðherra.
Jón Gunnarsson sagði þessi svör heilbrigðisráðherra vonbrigði þar sem þau gæfu til kynna að ekki stæði til að veita auknum fjármunum til HSS „þannig að hjá þeirri stofnun geti ríkt fullkomið öryggi, eins og hægt er, allan sólarhringinn, með því að íbúar sem leita til heilbrigðisstofnunar viti að þurfi þeir á því að halda sé skurðstofan opin og hægt að nýta hana á staðnum.
Það er nú einu sinni þannig að bráðatilfellin gera ekki boð á undan sér og það er alls ekki hægt að reikna með því að þau gerist einungis fyrir kl. 8 á kvöldin og að eftir það sé tekin ákveðin áhætta með því að keyra sjúklinga til Reykjavíkur eftir Reykjanesbraut sem, jú, hefur verið tvöfölduð og skilyrði til aksturs mun betri en áður, en eftir sem áður er þetta ferð sem tekur ákveðinn tíma, bæði með undirbúningi og ferðatíma, þannig að menn líta ekki á það sem raunverulegan kost miðað við það að skurðstofan sé opin allan sólarhringinn,“ sagði Jón.
Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Jóns Gunnarssonar, þingmanns, á Alþingi þess efnis hvort ráðherra hygðist beita sér fyrir því að unnt verði að starfrækja sólarhringsvakt á skurðstofu HSS á næsta ári og hver sé áætlaður viðbótarkostnaður við það.
Í svari Sivjar Friðleifsdóttur, heilbrigðisráðherra, kom fram að núna standi yfir algjörar endurbætur á skurðstofu HSS og því sé eðlilegt að bíða og sjá hvernig starfsemin fari af stað í nýju umhverfi áður en vöktum verði fjölgað. Sagði Siv að gera mætti ráð fyrir því að í sumum þeirra tilvika þar sem skurðaðgerða væri þörf yrði að flytja sjúklinga í hendur sérfræðinga Landspítalans óháð því hvort um sólarhringsvakt væri að ræða eða ekki. „Einnig verður að hafa sérstaklega í huga að tíðni útkalla er frekar lág, það er fremur stutt akstursleið til mjög öflugrar skurðstofu á Landspítalanum – háskólasjúkrahúsi og akstursleiðin þangað hefur verið bætt stórlega með tvöföldun Reykjanesbrautar.
Ég vil einnig í þessu sambandi benda á að bráðavakt lækna er allan sólarhringinn á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til að veita fyrstu meðferð,“ segir m.a. í svari Sivjar Friðleifsdóttur, heilbrigðisráðherra.
Jón Gunnarsson sagði þessi svör heilbrigðisráðherra vonbrigði þar sem þau gæfu til kynna að ekki stæði til að veita auknum fjármunum til HSS „þannig að hjá þeirri stofnun geti ríkt fullkomið öryggi, eins og hægt er, allan sólarhringinn, með því að íbúar sem leita til heilbrigðisstofnunar viti að þurfi þeir á því að halda sé skurðstofan opin og hægt að nýta hana á staðnum.
Það er nú einu sinni þannig að bráðatilfellin gera ekki boð á undan sér og það er alls ekki hægt að reikna með því að þau gerist einungis fyrir kl. 8 á kvöldin og að eftir það sé tekin ákveðin áhætta með því að keyra sjúklinga til Reykjavíkur eftir Reykjanesbraut sem, jú, hefur verið tvöfölduð og skilyrði til aksturs mun betri en áður, en eftir sem áður er þetta ferð sem tekur ákveðinn tíma, bæði með undirbúningi og ferðatíma, þannig að menn líta ekki á það sem raunverulegan kost miðað við það að skurðstofan sé opin allan sólarhringinn,“ sagði Jón.