Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Heilbrigðisráðherra og heilsugæslulæknar ræða saman
Mánudagur 18. nóvember 2002 kl. 10:13

Heilbrigðisráðherra og heilsugæslulæknar ræða saman

Á borgarafundinum á veitingastaðnum Ránni í Reykjanesbæ í gær um læknadeiluna komu fram einlægar óskir til heilbrigðisráðherra um að samningaviðræður færu fram milliliðalaust á milli heilbrigðisráðherra og heilsugæslulækna. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra sagði í samtali við Víkurfréttir í morgun að hann hefði heyrt í formanni félags heilsugæslulækna í morgun og að fundur milli deiluaðila væri boðaður í fyrramálið. Ráðherra sagði að hann væri ánægður með fundinn í gærkvöldi: „Þetta var málefnalegur og góður fundur. Það komu fram skýr skilaboð og hvatning frá fundinum til beggja aðila um að leita samkomulags. Eftir fundinn ræddi ég við formann félags heimilislækna og við höfum talað saman í morgun. Við munum eiga samningafund í fyrramálið og það er því óhætt að segja að það sé hreyfing á viðræðum okkar í milli,“ sagði heilbrigðisráðherra í samtali við Víkurfréttir
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024