Heilbrigðisráðherra heimsótti HSS
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra heimsótti Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á dögunum ásamt föruneyti. Ráðherrann fundaði stuttlega með framkvæmdastjórn spítalans og fór eftir það um stofnunina þar sem hún ræddi við stjórnendur og annað starfsfólk.
Framkvæmdastjórn HSS þakkar ráðherra fyrir heimsóknina á heimasíðu spítalans, en þar segir að heimsóknin hafi verið gagnleg, ánægjuleg og upplýsandi.