Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Heilbrigðisráðherra heimsækir Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Fimmtudagur 20. mars 2003 kl. 13:02

Heilbrigðisráðherra heimsækir Heilbrigðisstofnun Suðurnesja

Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra heimsótti Heilbrigðisstofnun Suðurnesja um hádegið, en með honum í för voru m.a. Hjálmar Árnason alþingismaður og embættismenn úr heilbrigðisráðuneytinu. Sigríður Snæbjörnsdóttir framkvæmdastjóri HSS tók á móti ráðherra, en hann mun eiga fundi með Sigríði og starfsólki Heilbrigðisstofnunarinnar í dag. Heilbrigðisráðherra sagði í samtali við Víkurfréttir að honum litist vel á þá framtíðarsýn sem lögð hefði verið fram varðandi rekstur Heilbrigðisstofnunarinnar. Í framtíðarsýn stofnunarinnar er gert ráð fyrir að starfseminni verði breytt í heilsugæslusjúkrahús þar sem heimilislæknar starfi, auk ýmissa sérfræðinga sem taka á móti sjúklingum. Ráðherra sagði að hann styddi við framtíðarsýn stofnunarinnar og taldi að þær breytingar sem fyrirhugaðar væru myndu veita íbúum Suðurnesja betri þjónustu en áður hefði þekkst: „Það er staðreynd að íbúar á Suðurnesjum þurfa töluvert að leita til sérfræðinga á höfuðborgarsvæðinu. Með þeirri framtíðarsýn sem lögð hefur verið fram verður hægt að leita til sérfræðinga hér á stofnuninni og það finnst mér fagnaðarefni.“
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024