Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Heilbrigðisráðherra gefur grænt ljós á einkarekstur á skurðstofum HSS
Fimmtudagur 18. nóvember 2010 kl. 10:23

Heilbrigðisráðherra gefur grænt ljós á einkarekstur á skurðstofum HSS


Heilbrigðisráðherra hefur gefið Heilbrigðisstofnun Suðurnesja grænt ljós til að leigja út skurðstofur HSS en tveir síðustu ráðherrar hafa verið á móti því. „Við munum nú leita allra leiða til að finna leigjendur að skurðstofuaðstöðunni hjá okkur en auðvitað er mikil vinna framundan í því að skoða samkomulagsgrundvöll og vernda hagsmuni,“ segir Sigríður Snæbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.

„Sérstaða okkar skurðstofu er sú að við gætum „leigt út“ sjúkrarými fyrir aðgerðir sem ekki er hægt að gera á læknastöðvum úi í bæ. Ég og fleiri höfum átt samskipti við núverandi heilbrigðisráðherra um þó nokkra hríð varðandi skurðstofurnar. Hann hefur sýnt málinu mikinn skilning. Við höfum líka háð harða varnarbaráttu um fullkomið skurðborð sem við höfum ekki verið tilbúin að láta frá okkur, eðlilega, en Landspítalinn hefur barist fyrir því að fá það yfir til sín. Nú hefur heilbrigðisráðherra gefið grænt ljós á að kanna með útleigu á skurðstofunum hjá okkur og um leið er útilokað að við setjum skurðborðið frá okkur,“ sagði Sigríður.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nánar í prentútgáfu Víkurfrétta í dag.