Heilbrigðisráðherra ætlar að mæta á borgarafund um HSS
Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra, hefur boðað komu sína á borgarafund um málefni Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, sem haldinn verður nk. þriðjudag kl. 17:00. Fundarstaður liggur ekki endanlega fyrir en verður kynntur hér á vf.is þegar nær dregur.
Suðurnesjafólk fær því möguleika á að spyrja heilbrigðisráðherra spurninga sem brennur á því nú þegar Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er að ganga í gegnum mikinn niðurskurð með tilheyrandi uppsögnum starfsfólks og niðurskurði á þjónustu.
Gera má ráð fyrir að heilbrigðisráðherra verði afhentir undirskriftalistar þar sem niðurskurðinum er mótmælt. Hér á vef Víkurfrétta er rafrænn undirskriftalisti þar sem rétt um 4800 manns höfðu skráð sig nú fyrir fáeinum mínútum. Listinn er á slóðinni http://www.vf.is/hss/