Heilbrigðisnefnd gerir ekki athugasemd við Reykjanesvirkjun
Fulltrúi Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja kynnti matsskýrslu fyrir áformaða jarðhitanýtingu á Reykjanesi á síðasta fundi heilbrigðisnefndar Suðurnesja, sem haldinn var á miðvikudag. Starfsleyfisumsókn Hitaveitu Suðurnesja var lögð fyrir nefndina.
Nefndin gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við áform Hitaveitu Suðurnesja um virkjun á Reykjanesi. Starfsleyfi nefndarinnar verður unnið í samræmi við efni skýrslunnar um mat á umhverfisáhrifum og úrskurðar Skipulagsstofnunar dags. 27. september 2002.
Nefndin gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við áform Hitaveitu Suðurnesja um virkjun á Reykjanesi. Starfsleyfi nefndarinnar verður unnið í samræmi við efni skýrslunnar um mat á umhverfisáhrifum og úrskurðar Skipulagsstofnunar dags. 27. september 2002.