Heilbrigðismálin, karlar í hjúkrun, kosningar og fimleikakona á EM
- Nýjar Víkurfréttir koma út í dag
Nýjar Víkurfréttir eru komnar úr prentvélinni og á leið inn um lúgur á Suðurnesjum. Meðal efnis í blaði dagsins er viðtal við Kolbrúnu Júlíu Guðfinnsdóttur Newman, landsliðskonu í hópfimleikum, sem um síðustu helgi vann til bronsverðlauna á EM. Þá er viðtal við Jón Garðar Viðarsson, hjúkrunarfræðing á HSS en hann er einn fárra karla á Íslandi sem hafa lagt fagið fyrir sig. Hann segir frá starfinu sem hann ann mjög og miklu álagi á HSS. Þá svara efstu Suðurnesjamenn á listum í næstu Alþingiskosningum nokkrum léttum spurningum. Þetta og margt, margt fleira í Víkurfréttum dagsins.
Rafræna útgáfu má nálgast hér fyrir neðan