Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Heilbrigðiseftirlitið lokaði tveimur veitingahúsum að Hafnargötu 30
Fimmtudagur 8. júní 2023 kl. 09:57

Heilbrigðiseftirlitið lokaði tveimur veitingahúsum að Hafnargötu 30

Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja stöðvaði 12. apríl sl. starfsemi veitingastaðarins Malai Thai, Hafnargötu 30 í Reykjanesbæ. Heilbrigðisnefnd Suðurnesja kom saman til fundar og staðfesti þar aðgerðir heilbrigðiseftirlitsins.

Þann 23. maí hafnaði embættið að aflétta lokun veitingastaðarins og heilbrigðisnefnd kom saman til fundar tveimur dögum síðar og staðfesti aðgerðir heilbrigðiseftirlitsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þann 3. apríl sl. stöðvaði embættið einnig starfsemi veitingastaðarins Royal Indian við Hafnargötu 30 í Reykjanesbæ. Heilbrigðisnefnd Suðurnesja staðfest þær aðgerðir heilbrigðiseftirlitsins á fundi sínum 4. maí.