Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

„Heilbrigð sál í hraustum líkama“
Á meðfylgjandi mynd má sjá nemendur úr Stóru-Vogaskóla sem taka þátt í verkefninu fyrir framan Comeniusarhorn skólans.
Laugardagur 4. maí 2013 kl. 11:13

„Heilbrigð sál í hraustum líkama“

Stóru-Vogaskóli í Vogum á Vatnsleysuströnd tekur nú þátt í Comeniusar verkefni í fjórða sinn og er yfirskrift verkefnisins “A Healthy Mind in a Healthy Body” (Heilbrigð sál í hraustum líkama).

Comeniusar verkefni eru evrópsk samstarfsverkefni sem stuðla að auknum samskiptum og samvinnu milli evrópskra skóla og eru studd af Evrópusambandinu. Samstarfsaðilar í verkefninu eru skólar frá Hollandi, Skotlandi, Slóveníu, Tékklandi, Spáni og Ítalíu en nemendur úr skólunum taka virkan þátt í verkefninu sem er fjölbreytt og skemmtilegt. Áhersla er lögð á heilbrigt líferni, aukna hreyfingu og hollt mataræði. Í verkefninu er unnið út frá fjölbreytileika og ólíkum venjum í hverju landi þótt megin markmiðið sé að stuðla almennt að bættri heilsu, jafnrétti og sjálfbærni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nemendur bera saman ýmsa þætti og kynna fyrir öðrum þátttakendum; svefn- og matarvenjum, mismunandi íþróttir og leiki, heilbrigt mataræði og endurvinnslu eru meðal verkefna en hefðir landanna í þessum efnum eru um margt ólíkar.

Á Vorsýningu Stóru-Vogaskóla sem haldin verður á Uppstigningardag 9. maí 2013 verður verkefnið kynnt með myndum og glærum sem nemendur skólans hafa unnið.