Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Heilakúnstir hefjast á ný
Fimmtudagur 8. september 2016 kl. 15:04

Heilakúnstir hefjast á ný

- Óskað eftir sjálfboðaliðum í heimanámsaðstoð í Bókasafni Reykjanesbæjar

Rauði krossinn á Suðurnesjum og Bókasafn Reykjanesbæjar sameina krafta sína og bjóða upp á heimanámsaðstoð fyrir grunnskólanema af erlendum uppruna/tvítyngd börn frá og með þriðjudeginum 13. september 2016 á Bókasafni Reykjanesbæjar og vantar sérstaklega sjálfboðaliða í það verkefni. Verkefnið heyrir undir Heimsóknarvini hjá Rauða krossinum.

Heimanámsaðstoðin verður í boði fyrir 4. - 8. bekk og reiknað er með að krakkar geti fengið aðstoð tvisvar í viku á þriðjudögum 14.30 - 16.00 og fimmtudögum 16.00 - 17.30.

Áhugasamir mega hafa samband við skrifstofu Rauða krossins (Fanney) í síma 420-4700 eða Kolbrúnu, umsjónarmanneskju verkefnisins - [email protected]. Samkvæmt reglum Rauða krossins þurfa allir sjálfboðaliðar að skila inn hreinu sakavottorði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024