Heil á húfi
Stúlkan, sem leitað hefur verið að í allan morgun fannst heil á húfi um hádegi í dag.Bifreið stúlkunnar fannst yfirgefin, í Hvassahrauni við Reykjanesbraut í nótt. Farið var að svipast um eftir henni og hafði hún sjálf samband við lögreglu, eftir að lýst var eftir henni í fjölmiðlum. Hún reyndist vera í góðu yfirlæti í húsi í Reykjavík. Bíllinn hennar hafði bilað og hún komið sér sjálf í bæinn, en gleymdi að láta vita af sér.