Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Heiðvirður borgari skilaði veski fullu af reiðufé
Fimmtudagur 2. júní 2016 kl. 10:57

Heiðvirður borgari skilaði veski fullu af reiðufé

Russell John Stevens, ferðamaður frá Kanada, var sáttur er hann yfirgaf lögreglustöðina í Keflavík nú í morgun.

„Málum var þannig háttað að hann kom hingað til að athuga hvort að veskið sitt væri hér, en hann hafði týnt því ásamt öllum kortum og talsverðu af reiðufé. Heiðvirður borgari sem fann veskið hans hafði komið með það á lögreglustöðina og skilað því inn með öllu sem í því átti að vera. Við sendum honum svo skilaboð á Facebook með þessum árangri. Nú getur hann loksins farið að eyða peningum eins og hann sagði,“ segir í fésbókarfærslu lögreglunnar á Suðurnesjum.

„Svona rúllum við inn í helgina,“ segir lögreglan og smellir broskalli á færsluna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024