Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Heiðurslistar birtir með öðru sniði
Föstudagur 1. júlí 2005 kl. 13:44

Heiðurslistar birtir með öðru sniði

Heiðurslistar grunnskólanna í Reykjanesbæ verða birtir í ár, en með öðru sniði en í fyrra þegar þeir voru birtir á síðum Víkurfrétta. Samkvæmt upplýsingum frá fræsluskrifstofu verður samþykki foreldra leitað áður en nöfn barnanna eru birt og verður birting einskorðuð við heimasíður bæjarins og grunnskólanna.

Ekki er ofsögum sagt að birtingin hafi valdið nokkru fjaðrafoki í bænum í fyrra en nú er vonast til þess að meiri friður muni ríkja um listana, þar sem afreksbörn í ýmsum greinum eru talin upp. Gert er ráð fyrir að listarnir verði birtir um miðjan ágúst líkt og í fyrra.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024