Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Heiðskírt og sól í allan dag
Mánudagur 24. maí 2004 kl. 10:17

Heiðskírt og sól í allan dag

Klukkan 6 var hæg breytileg átt, en NV 5-10 m/s á annesjum norðaustantil. Léttskýjað eða bjartviðri víða um land, en skýjað á stöku stað og dálítil rigning á annesjum norðaustantil. Svalast var við frostmark á Brúsastöðum, en hlýjast 8 stiga hiti sunnanlands.

Hæg breytileg átt, skýjað með köflum eða léttskýjað og dálítil væta á annesjum norðaustantil í fyrstu. Snýst í sunnan 3-8 m/s og þykknar upp vestantil nálægt hádegi og súld með kvöldinu. Suðaustan 5-10 suðvestanlands á morgun, en hægari annars. Skýjað að mestu og úrkomulítið sunnan- og vestantil, en víða léttskýjað nyrðra. Hiti 7 til 15 stig að deginum, en 2 til 7 á nóttinni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024