Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Heiðruð af fimmtugum Grindavíkurbæ
Heiðurshópurinn ásamt Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. LJósmynd: Grindavíkurbær/Ingibergur Þór Jónasson
Fimmtudagur 11. apríl 2024 kl. 09:58

Heiðruð af fimmtugum Grindavíkurbæ

Á hátíðarfundi bæjarstjórnar Grindavíkur þann 10. apríl voru átta Grindvíkingum afhentar heiðursviðurkenningar í tilefni af 50 ára kaupstaðarafmæli Grindavíkurbæjar. Öll hafa þau skilað umfangsmiklu og mikilvægu framlagi til samfélagsins í Grindavík og verið öðrum til fyrirmyndar.

  • Aðalgeir Georg Daði Johansen hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi störf í þágu menningarmála í Grindavík.

  • Birna Bjarnadóttir hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi störf í þágu mannúðar- og menningarmála í Grindavík.

  • Björn Birgisson hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi störf í þágu menningarmála í Grindavík.

  • Guðfinna Bogadóttir hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi störf í þágu mannúðar- og menningarmála í Grindavík.

  • Gunnar Tómasson hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi störf í þágu atvinnu-, félags- og menningarmála í Grindavík.

  • Jónas Þórhallsson hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi störf í þágu íþróttamála í Grindavík.

  • Kristín Elísabet Pálsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi störf í þágu barna- og menningarmála í Grindavík.

  • Stefanía Ólafsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi störf í þágu fræðslu- og uppeldismála í Grindavík.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024