Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Heiðarskóli sigraði Gettu enn betur
Mánudagur 20. febrúar 2012 kl. 14:37

Heiðarskóli sigraði Gettu enn betur



Síðastliðinn miðvikudag var haldin árleg spurningakeppni á milli grunnskólanna í Reykjanesbæ. Að þessu sinni var keppnin haldin í Heiðarskóla, en þátttakendur eru nemendur í efstu bekkjum grunnskólanna. Umsjón keppninnar var í höndum þeirra Guðna F. Oddssonar og Andra S. Harðarsonar.

Keppnin fór þannig fram að Holtaskóli sat hjá í fyrstu umferð. Akurskóli sigraði Myllubakkaskóla og Heiðarskóli sigraði Njarðvíkurskóla. Í undanúrslitum sat Akurskóli hjá á meðan Heiðarskóli sigraði Holtaskóla.

Úrslitaviðureignin á milli Heiðarskóla og Akurskóla var mjög spennandi og réðust úrslit ekki fyrr en í lokaspurningu keppninnar Þar hittu liðsmenn Heiðarskóla á rétt svar og tryggðu sér þar með sigurinn að þessu sinni.

Mynd: Sigurlið Heiðarskóla var skipað þeim Brynjari Stein Haraldssyni, Ester Elínu Þórðardóttur og Marinó Erni Ólafssyni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024