Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 14. október 1999 kl. 14:12

HEIÐARSKÓLI ER TÆKNIVÆDDASTI GRUNNSKÓLI LANDSINS

Hægt að „fjarþjónusta” allt tölvukerfið frá Nýherja í Reykjavík Í síðasta fréttabréfi Nýherja, kemur fram að Heiðarskóli sé einn tæknivæddasti grunnskóli landsins. Í lok júnímánaðar tók Reykjanesbær tilboði Nýherja um uppsetningu á tölvum, símkerfi, hljóðkerfi, sýningarbúnaði o.fl. Nú er verkinu lokið og árangurinn er skólanum til mikils sóma. „Ef allt fer samkvæmt áætlun munum við geta „fjarþjónustað” allt tölvukerfið frá húsakynnum Nýherja í Reykjavík. Við höfum möguleika á að leysa öll hugbúnaðarvandamál í gegnum Netið og þannig yrði Heiðarskóli eini grunnskólinn á landinu sem nyti slíkrar þjónustu. Þetta hefur verið gert á nokkrum heilsugæslustöðvum og reynst mjög vel, enda þægilegt að geta gert við tölvubúnað án þess að þurfa að fara á staðinn”, sagði Gylfi Garðarsson sölufulltrúi Nýherja. Ljóst er að um mjög metnaðarfullt verkefni er að ræða. Í skólanum er allt til alls og ekki vantar tónlistaraðstöðuna í sjálfum bítlabænum. Nú geta nemendur í tónlistarnámi gripið í hljóðfæri án þess að yfirgefa skólann. Starfsmenn Nýherja voru einnig fengnir til að koma upp diskóteki sem er hið glæsilegasta, og bætir félagsaðstöðu nemenda mjög mikið.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024