HEIÐARSKÓLI ER TÆKNIVÆDDASTI GRUNNSKÓLI LANDSINS
Hægt að „fjarþjónusta” allt tölvukerfið frá Nýherja í ReykjavíkÍ síðasta fréttabréfi Nýherja, kemur fram að Heiðarskóli sé einn tæknivæddasti grunnskóli landsins. Í lok júnímánaðar tók Reykjanesbær tilboði Nýherja um uppsetningu á tölvum, símkerfi, hljóðkerfi, sýningarbúnaði o.fl. Nú er verkinu lokið og árangurinn er skólanum til mikils sóma.„Ef allt fer samkvæmt áætlun munum við geta „fjarþjónustað” allt tölvukerfið frá húsakynnum Nýherja í Reykjavík. Við höfum möguleika á að leysa öll hugbúnaðarvandamál í gegnum Netið og þannig yrði Heiðarskóli eini grunnskólinn á landinu sem nyti slíkrar þjónustu. Þetta hefur verið gert á nokkrum heilsugæslustöðvum og reynst mjög vel, enda þægilegt að geta gert við tölvubúnað án þess að þurfa að fara á staðinn”, sagði Gylfi Garðarsson sölufulltrúi Nýherja.Ljóst er að um mjög metnaðarfullt verkefni er að ræða. Í skólanum er allt til alls og ekki vantar tónlistaraðstöðuna í sjálfum bítlabænum. Nú geta nemendur í tónlistarnámi gripið í hljóðfæri án þess að yfirgefa skólann. Starfsmenn Nýherja voru einnig fengnir til að koma upp diskóteki sem er hið glæsilegasta, og bætir félagsaðstöðu nemenda mjög mikið.