Heiðarselskrakkar heimsóttu bókasafnið
Í læsisvikunni sem stendur yfir viku 10. til 14. nóvember hafa mörg börn leikskólans Heiðarsels farið í heimsókn á Bókasafn Reykjanesbæjar. Elstu börnum skólans var sérstaklega boðið á kynningu á safninu þar sem Kolbrún sem sér um barnastarfið tók á móti börnunum, kynnti safnið fyrir þeim, kenndi þeim að fá lánaðar bækur og skila þeim. Börnin fengu síðan bókamerki að gjöf.
Meðfylgjandi myndir tók starsfmaður Heiðarsels í heimsókninni í bókasafnið.