Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 9. október 2000 kl. 11:02

Heiðarsel tíu ára

Leikskólinn Heiðarsel varð tíu ára sl. föstudag. Mikið var um dýrðir og foreldrar og önnur skyldmenni fjölmenntu til að hlusta á börnin syngja. Boðið var upp á skúffuköku að drykki að skemmtiatriðum loknum og mæltist það vel fyrir hjá háum sem lágum. Foreldrafélag Heiðarsels afhenti leikskólanum veglega gjöf á þessum tímamótum, tölvu og fylgihluti ásamt forritinu Leikskólinn. Forritið er sérstaklega hannað fyrir ung börn en í því eru allavega þrautir og leikir sem hæfa þeirra þroska. Kolbrún Sigurðardóttir, leikskólastjóri, þakkaði góða gjöf fyrir hönd leikskólans og sagði að tölvan ætti örugglega eftir að koma í góðar þarfir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024