Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Heiðarholt fékk óskirnar uppfylltar
Sigvaldi Arnar og Eyrún Ösp við gjafirnar sem Heiðarholt í Garði fékk.
Föstudagur 18. desember 2015 kl. 12:46

Heiðarholt fékk óskirnar uppfylltar

– Sigvaldi afhendir gjafir fyrir söfnunarfé Kótilettuklúbbsins

Heiðarholt í Garði, sem er skammtímavistun fyrir fötluð börn og ungmenni, tók í morgun við gjöfum sem göngugarpurinn Sigvaldi Arnar Lárusson safnaði fyrir með kótilettukvöldi nýverið. Sigvaldi hafði óskað eftir því að starfsfólk skammtímavistunarinnar myndi taka saman lista yfir hluti sem vantaði inn á heimilið. Svo var farið í innkaupaleiðangur og orðið við óskunum.

Eyrún Ösp, forstöðumaður Heiðarholts, tók við þessum hlutum í dag og er það von Sigvalda að þetta muni koma sér vel.

Nýverið afhenti Sigvaldi gjafir í Öspina í Njarðvíkurskóla. Hann hefur einnig afhent Baklandinu á Ásbrú nokkrar gjafir. Það voru m.a. sófasett, hljómflutningstæki, sjónvarpsskenkur, flatskjár og nokkur borð.

Í dag mun Sigvaldi afhenda Vinasetrinu á Ásbrú gjafir sem keyptar voru fyrir söfnunarfé frá kótilettukvöldinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024