Heklan
Heklan

Fréttir

Þriðjudagur 3. apríl 2001 kl. 10:31

Heiðarbúar fá viðurkenningu

Aðalfundur Heiðabúa var haldinn 27. mars sl. Hrafnhildur Gróa Atladóttir afhenti Heiðarbúum Akademíuverðlaun Bandalags íslenskra skáta 2001 fyrir gott uppbyggingarstarf í Garði og í Sandgerði. Að sögn Ragnhildar L. Guðmundsdóttur, eru þessi verðlaun mjög mikils virði fyrir félagið.
Á fundinum var einnig kosin ný stjórn. Hún er þannig skipuð:
Ragnhildur L. Guðmundsdóttir félagsforingi, Bjarni Páll Tryggvason aðstoðar félagsforingi, Anna Gústafsdóttir ritari, Sesselja G. Svansdóttir gjaldkeri, Svanfríður Sturludóttir meðstjórnandi og
Guðmundur R. Magnússon meðstjórnandi.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
VF jól 25
VF jól 25