Heiðabúar spöruðu sér 800 þúsund kall
Rifu sjálfir bústað sinn við Snorrastaðatjarnir.
Skátafélagið Heiðabúar sparaði sér 800.000 krónur með fjögurra klukkustunda vinnu um helgina. Verktaki hafði reiknað út að það kostaði þessa fjárhæð að rífa og fjarlægja rústir af bústað þeirra við Snorrastaðatjarnir. Þingmaðurinn Ásmundur Friðriksson sagði frá þessu á Facebook síðu sinni, en hann tók sjálfur þátt í vinnunni.
Nokkrir dugnaðarforkar spöruðu peninginn á um fjórum tímum, en nkkur handtök eru eftir áður en heysin verða hífð í burtu. Eldri og yngri skátar létu ekki á sér standa og og voru 21 þegar flest var á svæðinu.
„Gaman að fá að vera þátttakandi með samstilltu dugnaðarfólki og afgreiða málið. Hafsteinn Guðnason sá um vöflur og rjóma svo allir gætu hlaðið batteríið. Svona á að taka þetta. Takk fyrir mig,“ sagði Ásmundur.