Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Heiða í stjórn Félags leikskólakennara
  • Heiða í stjórn Félags leikskólakennara
    Heiða Ingólfsdóttir.
Miðvikudagur 12. mars 2014 kl. 09:08

Heiða í stjórn Félags leikskólakennara

- úrslit í rafrænni kosningu kunngjörð í gærkvöldi.

Heiða Ingólfsdóttir, sérkennslustjóri á leikskólanum Holti í Reykjanesbæ, var kjörin í stjórn Félags leikskólakennara í gær. Úrslit í rafrænni kosningu voru kunngerð í gærkvöldi.

Ný stjórn Félags leikskólakennara tekur við á aðalfundi félagsins 25. apríl næstkomandi og situr fram að aðalfundi árið 2017. Formaður FL, Haraldur Freyr Gíslason, er sjálfkjörinn en kosið verður í önnur trúnaðarstörf á aðalfundinum í apríl.


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024