Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hegningarlagabrotum fækkar á Suðurnesjum
Mánudagur 17. janúar 2011 kl. 10:10

Hegningarlagabrotum fækkar á Suðurnesjum

Samkvæmt bráðabirgðatölum fækkaði hegningarlagabrotum í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um 18% milli áranna 2009 og 2010 en 906 hegningarlagabrot voru framin í umdæminu en 1105 árið á undan.

Ofbeldisbrotum fækkaði um 28% en alls voru skráð 77 ofbeldisbrot árið 2010. Mest fækkun var í meiriháttar ofbeldisbrotum eða um 43% en í minniháttar ofbeldisbrotum var fækkun um 20% milli áranna 2009 og 2010. Allt frá árinu 2008 hefur ofbeldisbrotum farið fækkandi í umdæmi lögreglustjórans á Suðurnesjum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024