Hegningar- og umferðarlagabrotum fækkar
Hegningarlagabrotum sem komu til kasta Lögreglunnar á Suðurnesjum, fækkaði á milli ára í ágúst, voru 81 í ár en 96 í ágúst 2006. Umferðarlagabrotum fækkar einnig, voru 208 í ágúst en 299 í sama mánuði árið áður. Alls 14 fíkniefnabrot komu inn á borð Suðurnesjalögreglu nú í ágúst en voru 8 í sama mánuði árið áður.
Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu Ríkislögreglustjóra. Þar kemur fram að í ágúst síðastliðnum hafi 6.514 umferðarlagabrot verið skráð í málaskrá lögreglunnar á landinu öllu. Það er talsverð aukning frá árinu áður sem skýrist að mestu leyti af öflugri umferðarlöggæslu. Af þessum fjölda voru 4.711 brot vegna hraðaksturs.
Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu Ríkislögreglustjóra. Þar kemur fram að í ágúst síðastliðnum hafi 6.514 umferðarlagabrot verið skráð í málaskrá lögreglunnar á landinu öllu. Það er talsverð aukning frá árinu áður sem skýrist að mestu leyti af öflugri umferðarlöggæslu. Af þessum fjölda voru 4.711 brot vegna hraðaksturs.