Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hegningar- og umferðarlagabrotum fækkar
Þriðjudagur 25. september 2007 kl. 10:46

Hegningar- og umferðarlagabrotum fækkar

Hegningarlagabrotum sem komu til kasta Lögreglunnar á Suðurnesjum, fækkaði á milli ára í ágúst, voru 81 í ár en 96 í ágúst 2006. Umferðarlagabrotum fækkar einnig, voru 208 í ágúst en 299 í sama mánuði árið áður. Alls 14 fíkniefnabrot komu inn á borð Suðurnesjalögreglu nú í ágúst en voru 8 í sama mánuði árið áður.

Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu Ríkislögreglustjóra. Þar kemur fram að í ágúst síðastliðnum hafi 6.514 umferðarlagabrot verið skráð í málaskrá lögreglunnar á landinu öllu. Það er talsverð aukning frá árinu áður sem skýrist að mestu leyti af öflugri umferðarlöggæslu. Af þessum fjölda voru 4.711 brot vegna hraðaksturs.



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024