Hefur þú séð þennan páfagauk?
Þessi dísarpáfagaukur, sem ber nafnið Skuggi, flaug frá eiganda sínum þegar fjölskyldan var að flytja á Njarðvíkurbrautina síðastliðið laugardagskvöld. Búrið hans opnaðist, hann slapp út og sást fljúga yfir víkina til Keflavíkur. Ef gaukurinn hefur leitað skjóls hjá einhverjum eða einhver orðið var við hann biður eigandi páfagauksins viðkomandi um að hafa samband í síma 863 0097 enda er Skugga sárt saknað.