Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Hefur áhyggjur af niðurskurði á HSS
  • Hefur áhyggjur af niðurskurði á HSS
Föstudagur 9. desember 2016 kl. 13:16

Hefur áhyggjur af niðurskurði á HSS

- „Hvað ef flugslys verður á svæðinu,“ spyr Silja Dögg í umræðu um fjárlög

Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks í Suðurkjördæmi, lýsti yfir áhyggjum af heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni í umræðum um fjárlög næsta árs á Alþingi vikunni.

Í ræðu sinni fór Silja Dögg yfir batnandi hagvöxt en sagði að þrátt fyrir jákvæðar tölur hefði hún áhyggjur. „Þar sem ég þekki best til, á Suðurlandi og á Suðurnesjum, hafa heilbrigðisstofnanir þurft að segja upp fólki til að hagræða í rekstri og þar hafa verið mörg mögur ár. Ég óttast því að viðbætur upp á örfáar milljónir á milli ára dugi ansi skammt. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þjónustar íbúa svæðisins, en þeim hefur fjölgað mjög hin síðari ár og spáð er áframhaldandi fjölgun vegna atvinnuuppbyggingar í kringum flugstöðina. HSS þjónustar líka alla flugfarþega — og hvað ef flugslys verður á svæðinu? Verðum við þá ekki að hafa vel búið og vel mannað sjúkrahús á svæðinu? Ég myndi halda það,“ sagði Silja Dögg í ræðu sinni. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024