Hefur áhyggjur af leikskólamálum í Reykjanesbæ
„Ég tel mig ekki vera eina sem er með áhyggjur af leikskólamálum Reykjanesbæjar. Leikskólarnir eru yfirfullir og raddir foreldra háar um óvissuna hvenær börnin þeirra komast inn og foreldrar komist aftur inn á vinnumarkaðinn. Það eru vissulega gleðitíðindi að hér sé verið að byggja tvo nýja leikskóla en það þarf þá að huga að starfsafli svo hægt sé að nýta þessi nýju pláss til fulls,“ segir Gígja S. Guðjónsdóttir, varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í menntaráði Reykjanesbæjar.
Gígja bendir á að ekkert lát sé á fjölgun í bæjarfélaginu og að öll leikskólabörn úr Garðaseli sem verður lokaður vegna myglu næsta sumnar, verði færð í nýjan leikskóla í Hlíðarhverfi. Það muni því skerða mikið svigrúm sem átti að myndst þar til að taka inn börn.
Gígja lagði fram tvær spurningar á síðasta fundi 12. nóvember:
Með opnun tveggja 120 barna leikskóla þarf að huga að starfsfólki og ég velti fyrir mér hvort það sé byrjað að meta hver starfsmannaþörfin er á faglærðu og ófaglærðu starfsfólki og hvenær og hvernig verður farið í þær aðgerðir.
Hefur það verið metið hver fjölgun leikskólaplássa í Reykjanesbæ verður á næstu 2 árum í ljósi lokana og viðhalds á núverandi leikskólum og er raunhæft að meðalaldur barna sem fær leikskólapláss í bænum fari lækkandi með opnun leikskólanna næsta haust?