Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Hefja viðræður um byggðasamlag um brunavarnir
Fimmtudagur 2. október 2014 kl. 16:40

Hefja viðræður um byggðasamlag um brunavarnir

– áfram verði starfandi slökkvilið í Grindavík

Bæjarráð Grindavíkur hefur samþykkt að hefja viðræður við önnur sveitarfélög á Suðurnesjum um byggðasamlag um brunavarnir. Bæjarstjóri og forseti bæjarstjórnar gerðu á fundi bæjarráðs grein fyrir umræðum á fundi með starfsmönnum Slökkviliðs Grindavíkur sem fram fór 22. september sl.

„Hvað svo sem viðræðurnar leiða í ljós er skýr krafa Grindavíkurbæjar að áfram verði starfandi slökkvilið í Grindavík og að slökkvistöð og búnaður verði áfram af sambærilegum gæðum og nú er,“ segir í fundargerð bæjarráðs Grindavíkur.

Að greiningarvinnu lokinni skal leggja þær niðurstöður fyrir bæjarráð, áður en viðræðum verði haldið áfram.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024