Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hefja framleiðslu á vistvænu eldsneyti í vor
Mánudagur 6. desember 2010 kl. 17:17

Hefja framleiðslu á vistvænu eldsneyti í vor

Íslenska hátæknifyrirtækið Carbon Recycling International hafa undirritað samkomulag við Íslenska aðalverktaka um byggingu eldsneytisverksmiðju við Svartsengi. Verksmiðjan mun framleiða vistvænt eldsneyti úr koltvísýringsútblæstri fyrir almennan markað, og verður sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Það er mbl.is sem greinir frá samkomulaginu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Verksmiðjan notar raforku og koltvísýring úr gufu frá jarðvarmaverinu til að framleiða vistvænt eldsneyti fyrir bíla. Þessi framleiðslutækni var þróuð af CRI og er vernduð með einkaleyfi.

Áætlað er framleiðsla hefjist næsta vor.

Framleiðlusgeta verksmiðjunnar verður 5 milljónir lítra af endurnýjanlegu metanóli á ári þegar fullum afköstum hefur verið náð. Endurnýjanlegu metanóli er hægt að blanda í bensín eða lífdísil án þess að breyta þurfi bílvélum eða dreifingu eldsneytisins. Ætlunin er að setja eldsneytið fyrst á innlendan markað.

„Ég hlakka til að vinna með IAV að þessu verkefni. IAV leggur fram mikla færni, þekkingu og áhuga á þessu verkefni ásamt reynslu og áherslu á verkgæði. Verksmiðjan er stórt skref fram á við. Hún mun auka loftgæði við Grindavík og fjölbreytni verkefna á svæðinu og framleiðslu innanlands,“ sagði KC Tran, forstjóri Carbon Recycling International.

CRI er í eigu innlendra og erlendra fjárfesta, og hefur starfað frá árinu 2006.