Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hefja byggingarframkvæmdir kísilvers
Fimmtudagur 5. júní 2014 kl. 12:25

Hefja byggingarframkvæmdir kísilvers

- í beinu framhaldi af frágangi lóðar.

Fyrirtækið United silicon vinnur nú að því að undirbúalóð sína í Helguvík fyrir byggingarframkvæmdir kísilvers. Unnið er á stórum vinnutækjum við að jafna út efri hluta lóðarinnar en neðri hluti hennar er nánast tilbúinn. Forsvarsmenn fyrirtækisins gera ráð fyrir að þeirri vinnu ljúki í júlí n.k. og þá sé unnt að hefja byggingarframkvæmdir í beinu framaldi. Þetta kemur fram á vefsíðu Reykjanesbæjar.

Gert er ráð fyrir að verksmiðjan hefji starfsemi á fyrri helmingi ársins 2016 og noti 35 MW af afli. Samið hefur verið við Landsvirkjun um orku. Um 160 manns munu vinna við uppbyggingu verksmiðjunnar en um 70 manns munu starfa þar í 1. áfanga árið 2016. Gert er ráð fyrir að tvöfaldur fjöldi vinni í tengdum störfum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Kísilfyrirtækið Thorsil tilkynnti einnig í síðustu viku um stóran sölusamning á nær helmingi afurða sinna til næstu 8 ára. Í framhaldinu var gengið frá fjárfestingarsamningi við Reykjanesbæ og ríkið. Thorsil áætlar að hefja byggingarframkvæmdir í Helguvík á síðasta ársfjórðungi þessa árs. Það verkefni er tvöfalt stærra en fyrsti áfangi United Silicon. Nær 300 manns munu vinna við byggingarframkvæmdir en áætlað er að um 160 manns vinni síðan í verksmiðjunni sjálfri.