Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hefði mátt bjarga bátnum
Mynd af skútunni sem Einar Guðberg tók. Að neðan má sjá mynd af Almari.
Föstudagur 9. ágúst 2013 kl. 12:33

Hefði mátt bjarga bátnum

Erfiðar aðstæður segir björgunarmaður af vettvangi

Björgunarsveitin Sigurvon frá Sandgerði var á vettvangi þegar þýska skútan sökk utan Garðskaga í nótt. Almar Viktor Þórólfsson frá Sigurvon var einn þeirra fyrstu um borð í skútuna en hann sagði í samtali við Víkurfréttir aldrei hafa lent í öðru eins.

Almar sagði að aldrei hafi mannslíf verið beint í hættu, en þegar fólkinu var ferjað yfir í björgunarskipið Fiskiklett frá Hafnarfirði þá hafi aðstæður verið nokkuð varasamar. Það kom Almari á óvart hve róleg börnin voru en alls voru átta farþegar í yngri kantinum af þeim 12 sem voru um borð. „Það var mikill öldugangur og rokið eftir því. Þetta voru engar draumaaðstæður,“ sagði Almar en hann ásamt björgunarmanni frá Suðurnes og Fiskikletti fóru um borð í skútuna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Að sögn Almars gekk dæling vatns úr bátnum mjög illa en vel hefði verið hægt að bjarga bátnum að hans mati ef ekki hefði verið fyrir mikinn búnað sem fólkið hafði um borð. Þá á Almar við fatnað, svefnpoka og ýmsan farangur sem gerði björgunarmönnum dælinguna erfiða.

Fólkið var síðar flutt til Sandgerðis þar sem því var gefið að borða og komið í hlýjan og þurran fatnað. Skömmu síðar kom bíll frá þýska sendiráðinu sem sótti fólkið og flutti það til Reykjavíkur.