Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hefðbundin hegðun í gosinu
Björgunarsveitarmenn frá björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík, voru að sjálfsögðu mættir á vettvang.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
þriðjudaginn 11. júlí 2023 kl. 08:53

Hefðbundin hegðun í gosinu

Nú eru um fimmtán tímar frá því að eldgosið við Litla hrút hófst og hafa orðið nokkrar breytingar á gosstöðvunum. Helst er það að gossprungan hefur dregist verulega saman og slokknað í gosopum á báðum endum hennar. Nú gýs einungis um miðbik sprungunnar og er það í takt við hegðun eldgossins í fyrra. Samhliða þessu hefur gosórói fallið nokkuð og það er sýnilega mun minni gasmengun heldur en í gærkvöldi. Framleiðni hefur fallið og virðist hraunflæði vera um 10m3/sek samkvæmt jarðvísindafólki Háskóla Íslands.

Allt er þetta mjög hefðbundin hegðun fyrir upphafsfasa eldgosa. Sprungugos sem þessi eru gjarnan kröftugust í byrjun, enda safnast gas fyrir ofarlega í kvikuinnskotinu sem brýtur sér leið upp á yfirborðið. Þegar gosið hefst byrjar þrýstingurinn í kvikuganginum að falla og þar með krafturinn í gosinu. Nú er bara spurning hversu lengi gosrásin helst opin áður en gosinu lýkur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ljósmyndarinn Ingibergur Þór Jónasson frá Grindavík, náði nokkrum myndum í gær. Hægt er að sjá ljósmyndir hans á Instagam: Ingib.thor