Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fimmtudagur 29. apríl 1999 kl. 23:02

HAVEL TÉKKLANDSFORSETI NAUT LÍFSINS Í BLÁA LÓNINU

Forseti Tékklands naut sumardagsins fyrsta á Suðurnesjum - án fjölmiðla: Havel Tékklandsforseti hafði 4 tíma viðdvöl á Suðurnesjum á leið sinni á hátíðarfund NATO í Bandaríkjunum á sumardaginn fyrsta. Havel hefur átt við veikindi að stríða og óskaði eftir að komast í afslöppun á Suðurnesjum á ferðalagi sínu og óskaði sérstaklega eftir að fá að fara í Bláa lónið og njóta kraftsins sem býr í lóninu og umhverfi þess. Að hans ósk fengu fjölmiðlar ekki að vita af heimsókninni fyrr en að henni lokinni. Magnea Guðmundsdóttir markaðsstjóri Bláa lónsins hf. sagði í samtali við Víkurfréttir að Havel hafi verið mjög ánægður með dvölina í lóninu en hann fór bæði í almenna baðlónið og einnig í lónið við göngudeildina ásamt fylgdarliði. Þá snæddi hann hádegisverð í boði Forseta Íslands í Eldborg, móttökuhúsi Hitaveitu Suðurnesja.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024