Háværir hvellir við gosstöðvarnar
Við gosstöðvarnar heyrast reglulega háværir hvellir og eru metansprengingar ástæðan fyrir þeim.
Það er full ástæða að halda sig fjarri hraunjaðrinum en á Facebook-síðu Veðurstofu Íslands segir: „Þegar hraun rennur yfir gróið svæði getur myndast metangas þegar gróðurinn brennur ekki fullkomlega. Gasið safnast svo fyrir í glufum og holrýmum í hrauninu. Það blandast við súrefni og þegar hleypur í það glóð eða logi frá eldsumbrotunum verður sprenging. Full ástæða er til þess að varast þessa hættu og fara ekki of nærri hraunjaðrinum.“