Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hávaða rok og eldingar
Mánudagur 6. nóvember 2017 kl. 00:20

Hávaða rok og eldingar

Nú hefur veður gengið niður að mestu á Suðurnesjum. Þegar veðrið var hvað verst í kvöld mældust 27 m/s bæði í Grindavík og á Reykjanesbraut. Garðskagaviti mældi 24 m/s og á Keflavíkurflugvelli mældist 23 m/s vindur.
 
Hviðurnar voru þó hærri. Þannig mældist 40 m/s hviða á Garðskagavita, og 37 m/s á Reykjanesbraut og í Grindavík.

Mesta hviða á Keflavíkurflugvelli var 36 m/s og á sama tíma gekk yfir eldingaveður.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024