Haustrigningar ráðandi
Haustrigningar og sunnanáttir einkenna veðurkortin næstu daga. Veðurspá fyrir Faxaflóasvæðið næsta sólarhringinn hljóðar upp á sunnan 8-13 m/s og rigningu eða súld, en skúrir síðdegis á morgun. Hiti 7 til 13 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á fimmtudag:?
Sunnan og suðvestan 8-13 m/s, rigning og síðar skúrir en úrkomulítið á norðaustanverðu landinu. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast norðaustantil.
??Á föstudag og laugardag:?
Suðvestanátt og skúrir, en bjartviðri á NA- og A-landi. Hiti 7 til 13 stig, hlýjast A-lands. ??
Á sunnudag:?
Suðaustanátt og rigning, einkum S- og V-lands. Hiti breytist lítið.
Á mánudag og þriðjudag:?
Útlit fyrir suðlæga átt með rigningu eða skúrum.