Haustönn MSS að hefjast: Fjölbreytni í námsframboði
Námsskrá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum fyrir komandi haustönn er komin út. Hefðbundin námskeið skipa sinn fasta sess í námsskránni en auk þess að þar að finna ýmsir nýmæli í þeirri fjölbreyttu flóru námskeiða sem MSS býður upp á. Má þar nefna spennandi námskeið í fiskiréttum þar sem eðalkokkar frá Fylgifiskum koma og kenna Suðurnesjamönnum hvernig eiga að nýta það góða hráefni sem fiskurinn er.
Vinsæl og sígild námskeið eru á sínum stað í námskránni, s.s. ýmis tómstundanámskeið, starfstengd námskeið, íslenska fyrir fyrir útlendinga og fleira. Á meðal annarra nýrra námskeiðskeiða má nefna að söngelskum verður boðið upp á hóp- og einkatíma í söng.
„Þar sem mikil uppgangur er í menntunarmálum og margir að hefja nám að nýju verður í boði námstækni námskeið þar sem þátttakendur læra að tileinka sér góðar og hagnýtar vinnuaðferðir. Fyrir þá sem eru að huga að breytingum á vinnumarkaði bjóðum við upp á námskeið í gerð ferilskrá og hagnýt atriði í atvinnuviðtali. Táknmálsnámskeið er í boði sem hentar m.a. kennurum, leikskólakennurum og starfsfólki beggja þessara skólastiga. Þá stefnum við að því að fara af stað með tvenns konar námskeið fyrir fólk með lestrar- og skriftarerfiðleika. Svo bjóðum við upp á námskeið fyrir þá sem hafa áhuga á jeppum og jeppaferðum ásamt mörgum fleiri spennandi námskeiðum,“ segir Guðjónína Sæmundsdóttir, forstöðumaður MSS.
Atvinnuþróunarráð Suðurnesja mun halda áfram að bjóða upp á námskeið í stofnun og rekstri smáfyrirtækja en búið er að halda nokkur svoleiðis námskeið og hafa þau verið mjög vel sótt. Núna verður einnig í boði námskeið í gerð viðskiptaáætlana. Þessi námskeið eru þátttakendum að kostnaðarlausu, að sögn Guðjónínu.
„Við hjá MSS leggjum metnað í að vera í samvinnu við mismunandi aðila og bjóðum m.a. upp á námskeið í Fjölmenningu og framtíðarsýn í samvinnu við Reykjanesbæ, Skriðsundnámskeið fyrir fullorðna í samvinnu við Vatnaveröld, vínsmökkunarnámskeið í samvinnu við Samkaup þar sem prófuð verða vín sem henta með jólamatnum og bragðað á ýmsu góðgæti sem tengist jólunum og síðast en ekki síst rökræðu og sjálfsstykinganámskeið í samvinnu við Púlsinn. Í samvinnu við menningarfulltrúa og Bókasafn Reykjanesbæjar bjóðum við upp á þrjá fyrirlestra í tengslum við 200 ára afmæli listaskáldins Jónasar Hallgrímssonar. Þá verður fyrirlestur á Ljósanótt í Keflavíkurkirkju sem nefnist Madonnan á Miðnesheiði og er samvinnuverkefni MSS og Keflavíkurkirkju,“ segir Guðjónína um það helsta sem framundan er hjá MSS.
Þá má nefna að í MSS er boðið upp á fjölbreytni í starfstengdu námi s.s. fyrir aðila í ferðaþjónustu, sjúkraliða, starfsfólk í heimaþjónustu, starfsfólk í heilbrigðisgreinum, svæðisbundið leiðsögunám, vinnuvélanámskeið, starfsfólk í leikskólum og margt fleira.
Vinsæl og sígild námskeið eru á sínum stað í námskránni, s.s. ýmis tómstundanámskeið, starfstengd námskeið, íslenska fyrir fyrir útlendinga og fleira. Á meðal annarra nýrra námskeiðskeiða má nefna að söngelskum verður boðið upp á hóp- og einkatíma í söng.
„Þar sem mikil uppgangur er í menntunarmálum og margir að hefja nám að nýju verður í boði námstækni námskeið þar sem þátttakendur læra að tileinka sér góðar og hagnýtar vinnuaðferðir. Fyrir þá sem eru að huga að breytingum á vinnumarkaði bjóðum við upp á námskeið í gerð ferilskrá og hagnýt atriði í atvinnuviðtali. Táknmálsnámskeið er í boði sem hentar m.a. kennurum, leikskólakennurum og starfsfólki beggja þessara skólastiga. Þá stefnum við að því að fara af stað með tvenns konar námskeið fyrir fólk með lestrar- og skriftarerfiðleika. Svo bjóðum við upp á námskeið fyrir þá sem hafa áhuga á jeppum og jeppaferðum ásamt mörgum fleiri spennandi námskeiðum,“ segir Guðjónína Sæmundsdóttir, forstöðumaður MSS.
Atvinnuþróunarráð Suðurnesja mun halda áfram að bjóða upp á námskeið í stofnun og rekstri smáfyrirtækja en búið er að halda nokkur svoleiðis námskeið og hafa þau verið mjög vel sótt. Núna verður einnig í boði námskeið í gerð viðskiptaáætlana. Þessi námskeið eru þátttakendum að kostnaðarlausu, að sögn Guðjónínu.
„Við hjá MSS leggjum metnað í að vera í samvinnu við mismunandi aðila og bjóðum m.a. upp á námskeið í Fjölmenningu og framtíðarsýn í samvinnu við Reykjanesbæ, Skriðsundnámskeið fyrir fullorðna í samvinnu við Vatnaveröld, vínsmökkunarnámskeið í samvinnu við Samkaup þar sem prófuð verða vín sem henta með jólamatnum og bragðað á ýmsu góðgæti sem tengist jólunum og síðast en ekki síst rökræðu og sjálfsstykinganámskeið í samvinnu við Púlsinn. Í samvinnu við menningarfulltrúa og Bókasafn Reykjanesbæjar bjóðum við upp á þrjá fyrirlestra í tengslum við 200 ára afmæli listaskáldins Jónasar Hallgrímssonar. Þá verður fyrirlestur á Ljósanótt í Keflavíkurkirkju sem nefnist Madonnan á Miðnesheiði og er samvinnuverkefni MSS og Keflavíkurkirkju,“ segir Guðjónína um það helsta sem framundan er hjá MSS.
Þá má nefna að í MSS er boðið upp á fjölbreytni í starfstengdu námi s.s. fyrir aðila í ferðaþjónustu, sjúkraliða, starfsfólk í heimaþjónustu, starfsfólk í heilbrigðisgreinum, svæðisbundið leiðsögunám, vinnuvélanámskeið, starfsfólk í leikskólum og margt fleira.