Haustlegt um að litast - blíðan er að koma aftur
Það er haustlegt um að litast þegar horft er út á Faxaflóann í dag. Hvítfreyðandi öldur og vindur sem Suðurnesjamenn hafa ekki þekkt í sumar. Meðfylgjandi mynd var tekin í Garðinum í gærkvöldi og sýnir skemmtiferðaskip á leið út Faxaflóann með farþega á vit nýrra ævintýra.
Sumarblíðan sem við höfum þekkt í sumar er þó handan við hornið því strax á morgun mun bresta á með blíðu að nýju sem varir a.m.k. fram á helgi, þegar langþráð rigning mun gera vart við sig aftur.