Haustlegt í kortunum
Veðurspá fyrir Faxaflóasvæðið næsta sólarhringinn gerir ráð fyrir sunnan 8-13 m/s, skýjuðu með köflum og smáskúrum. Sunnan og síðar suðvestan 10-18 undir hádegi með rigningu eða skúrum. Nokkuð hviðótt, einkum á norðanverðu Snæfellsnesi. Vestan 5-13 og styttir upp á morgun. Hiti 8 til 13 stig.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:
Sunnan 8-13 m/s, skýjað með köflum og smáskúrir. Sunnan og síðar suðvestan 10-18 undir hádegi með rigning eða skúrum. Vestan 5-13 og styttir upp á morgun. Hiti 8 til 13 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á þriðjudag:
Suðvestan- og vestanátt, 10-18 m/s, hvassast V-lands. Skúrir, en bjart með köflum og þurrt A-lands. Lægir smám saman og dregur úr úrkomu. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast á A-landi.
Á miðvikudag:
Hægt vaxandi sunnan með rigningu, 8-13 m/s síðdegis, en bjart framan af NA-lands. Hiti 8 til 15 stig.
Á fimmtudag:
Sunnan 10-15 m/s og rigning eða súld, en úrkomulítið NA-til. Snýst í stífa suðvestanátt með skúrum um kvöldið, en léttir til fyrir austan. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast NA-lands.
Á föstudag og laugardag:
Sunnanátt með vætu, en bjart veður á NA-verðu landinu. Kólnar í veðri.
Á sunnudag:
Útlit fyrir vaxandi suðaustanátt með vætu og hlýnandi veður.
---
VFmynd/elg - Haustlitirnir færast yfir og ná brátt hámarki.