Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 4. október 2000 kl. 11:31

Hausthátíð Varnarliðsmanna

Varnarliðsmenn halda árlega hausthátíð sína með „karnival“-sniði laugardaginn 6. október nk. og eru allir velkomnir. Hátíðin fer fram í stóra flugskýlinu næst vatnstanki vallarins og gefst gestum kostur á að njóta þar fjölbreyttrar skemmtunar fyrir alla fjölskylduna frá klukkan þrjú til átta síðdegis. Lifandi tónlist, þrautir, leikir og hressing af ýmsu tagi verður á boðstólnum og flugvélar Varnarliðsins og annar búnaður verður til sýnis á svæðinu. Þá gefst gestum kostur á að aka go-kart bifreiðum, leigja hesta og sjá Bandaríkjamenn dansa línudans. Hátíðinni lýkur með flugeldasýningu. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Umferð er um Grænáshlið ofan Njarðvíkur. Gestir eru vinsamlegast beðnir um að hafa ekki með sér hunda.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024