Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Haus af hrossi í höfninni í Garði
Mánudagur 6. júní 2005 kl. 23:32

Haus af hrossi í höfninni í Garði

Höfnin í Garði er vinsæl til köfunar. Hins vegar virðist fólk halda að höfnin sé ruslakista því á hafsbotninum er að finna margt sem þar á ekki að vera. Í gær mátti sjá þar hauskúpu af hrossi, að talið er, ásamt fiskúrgangi í miklu magni. Þá fann kafarinn einnig rafgeymi og ýmislegt annað, sem  ekki á heima á hafsbotni.
Tómas Knútsson, forsvarsmaður Bláa hersins, sem unnið hefur að hreinsun hafsins um nokkurt skeið, sagðist vart eiga orð yfir þessa framkomu við hafið. Þetta gangi ekki lengur og hugarfarsbreytingu þurfi nú í byrjun 21. aldarinnar.

Myndin: Þessi hauskúpa er við bryggjuendann í Garði. Ljósmynd: Tómas Knútsson.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024