Haunrennslið til suðurs - sjáið myndina!
Eldfjallafræði og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur uppfært spá sína um hraunflæði frá hugsanlegu gosi við Keili
„Nú er komin órói og möguleg staðsetning á gossprungu. Við keyrum hraun hermilíkanið til að sjá hvað mögulega geti gerst hvað varðar hraunrennsli. Nú hefur staðan breyst og helst að hraun fari til suðurs. Þessi birtingarmynd er háð því að gossprungu staðsetning breytist ekki. Munur á þessari mynd og fyrri myndum er að staðsetning er orðin geirnelgd,“ segir í pósti frá hópnum á Facebook.
Ellert Grétarsson náttúruljósmyndari teiknaði hraunrennslið inná ljósmynd sem hann tók af svæðinu með hliðsjón af spá Náttúruvárhópi Háskólans.