Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 3. apríl 2000 kl. 17:20

Haukur Ingi til Keflavíkur eða KR?

Keflavík og KR hafa bæði haft samband við enska knattspyrnuliðið Liverpool um að fá Keflvíkinginn Hauka Inga Guðnason leigðan á komandi keppnistímabili hér á Íslandi.Önnur erlend félög hafa einnig sýnt áhuga á að fá Hauk til liðs við sig.Haukur Ingi Guðnason segist orðinn spenntur fyrir því að fá að leika en hann hefur ekki fengið tækifæri með stórliði Liverpool í vetur. Haukur Ingi er í 30 manna aðalhópi Liverpool og er ánægður með lífið hjá þessu fornfræga liði sem hefur gengið mjög vel í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Hann segist vera í góðri æfingu og lærdómurinn sé mikill þegar æft sé með mörgum af bestu leikmönnum ensku knattspyrnunnar. „Ég á eftir eitt ár af samningnum og er lítið farinn að íhuga það. Það hefur hins vegar komið til tals að ég verði leigður til annars félags. Það hafa nokkur félög verið í sambandi við Liverpool, þar á meðal KR og Keflavík en einnig önnur erlend lið“, sagði Haukur og svaraði því játandi þegar hann var spurður hvort hann væri ekki spenntur fyrir því að koma heim og leika í íslenska boltanum í sumar. Hann sagði það einnig gefa honum önnur hugsanleg tækifæri því nú væri fylgst vel með íslenskri knattspyrnu alls staðar í heiminum. „Árangur landsliðsins hefur vakið mikla athylgi og þess vegna er fylgst náið með Íslendingum hvar sem þeir eru að leika, á Íslandi eða í útlöndum. Haukur Ingi lætur vel af veru sinni í Englandi. Líf atvinnumannsins sé ekki amalegt. Eina sem skyggi á sé að hann fái ekki að leika. „Engu að síður er ekki beint hægt að kvarta. Það hefði einvhern tíma þótt gott að vera í 30 manna aðalhópi stórliðs á borð við Liverpool. Ég er ekki nema 21 ára og lít þess vegna á veruna hér sem góðan skóla hvað sem gerist“, sagði Haukur Ingi sem fór á körfuboltaleik með 4. flokki Keflavíkur í Grindavík á laugardag og fylgdist þar með systur sinni, Margréti Erlu og samherjum hennar tryggja sér sigur á KR. "
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024