Haukur Ingi ræddi við BBC í Bláa lóninu
Breska ríkissjónvarpið, BBC, var á ferð um Suðurnes í dag í fréttaöflun. Knattspyrnukappinn Haukur Ingi Guðnason var í viðtali hjá BBC og var viðtalið tekið upp í Bláa lóninu.Eins og kunnugt er var Haukur Ingi hjá Liverpool og ljóst að breskir hafa enn áhuga á strák þó svo hann hafi komið upp á klakann og hafið æfingar með Knattspyrnufjelagi Reykjavíkur.