Hátt í 8200 ökumenn kærðir fyrir hraðakstur á sex árum
Alls var 871 ökumaður kærður fyrir of hraðan akstur á síðasta ári af lögreglunni í Keflavík. Það er nokkuð minna en árið á undan þegar 972 ökumenn voru kærðir fyrir sömu sakir í umdæminu. Frá árinu 2000 hefur lögreglan í Keflavík kært 8,176 ökumenn fyrir of hraðan akstur eða að meðaltali 1,362 ökumenn á ári.
Í fyrra voru 128 ökumenn kærðir fyrir ölvun við akstur samanborið við 157 árið áður. 119 fengu kæru fyrir að tala í farsíma við akstur án þess að notaður væri handfrjáls búnaður. Það eru ívíð fleiri en árið áður þegar 85 fengu kæru vegna þessa.
Alls 8 umferðaróhöpp voru rakin beint til ölvunar, sem er einu tilviki færra en árið áður. Flest voru þau árið 2004 eða 25 talsins.
Í fyrra voru 128 ökumenn kærðir fyrir ölvun við akstur samanborið við 157 árið áður. 119 fengu kæru fyrir að tala í farsíma við akstur án þess að notaður væri handfrjáls búnaður. Það eru ívíð fleiri en árið áður þegar 85 fengu kæru vegna þessa.
Alls 8 umferðaróhöpp voru rakin beint til ölvunar, sem er einu tilviki færra en árið áður. Flest voru þau árið 2004 eða 25 talsins.