Hátt í 200 fréttir og fréttamyndskeið í Vefsjónvarpi Víkurfrétta
Vefsjónvarp Víkurfrétta inniheldur nú hátt í 200 fréttir og fréttamyndskeið en vefsjónvarpið á vf.is var formlega opnað í byrjun sumars 2006. Inn á vefsjónvarpið setjum við sjónvarpsfréttir sem Víkurfréttir vinna fyrir Stöð 2. Einnig eru settir þar inn íþróttaviðburðir og mannlífstengt efni. Ekki er um það að ræða að þulur lesi fréttatexta með öllum myndskeiðunum sem þegar eru komin inn í vefsjónvarpið en nú á nýju ári er ætlunin að efla það að fréttamaður lesi frétt undir lifandi myndum.