Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hátt í 10% íbúa Voga með lögheimili í Grindavík
Fimmtudagur 22. ágúst 2024 kl. 14:45

Hátt í 10% íbúa Voga með lögheimili í Grindavík

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga ítrekar mikilvægi þess að aðsetursskráðir Grindvíkingar flytji lögheimili sitt í sveitarfélagið.

„Þegar hátt í 10% íbúa sveitarfélagsins eru aðsetursskráðir, verður sveitarfélagið af tekjum sem nauðsynlegar eru til að standa undir kostnaði við veitingu þjónustu við íbúa,“ segir m.a. í afgreiðslu bæjarráðs frá fundi þess í gær. Þar var lagt fram árshlutauppgjör sveitarfélagsins fyrir janúar til júní 2024, auk minnisblaðs sviðsstjóra fjármála - og stjórnsýslusviðs.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Bæjarráð hefur falið staðgengli bæjarstjóra að vinna málið áfram með lögmanni sveitarfélagsins.