Hátt hlutfall réttindakennara í Gerðaskóla
Gerðaskóli hefur nýtt skólaár með afar hátt hlutfall réttindakennara, eða 96%, og er vart hægt að gera betur. Af 22 kennurum er aðeins einn sem hefur ekki lokið kennaraprófi.
Erna Sveinbjarnardóttir, skólastjóri, segir að ekki sé um að ræða nýja starfsmenn með menntun heldur markvisst starf að skila sér.
„Allt frá því að ég byrjaði hef ég kvatt kennarana hér til að sækja fjarnám og nú er þetta fólkið okkar sem er búið að fá réttindi,“ sagði Erna í samtali við Víkurfréttir í dag.
Hún bætti því við að fjölgun réttindakennara myndi tvímælalaust skila sér í öflugra skólastarfi og bættri menntun.„Það er ekki nokkur spurning að þriggja ára háskólanám mun skila sér og svo höfum við verið mjög öflug í símenntun innan skólans. Þar má nefna þátttöku í Olweus-eineltisverkefninu, læsisverkefni í samstarfi við Reykjanesbæ og verkefnið Litróf Kennsluaðferða þar sem er unnið með nýjustu aðferðir í sambandi við fjölbreyttari kennslu.“
VF-mynd/Þorgils Jónsson
Erna Sveinbjarnardóttir, skólastjóri, segir að ekki sé um að ræða nýja starfsmenn með menntun heldur markvisst starf að skila sér.
„Allt frá því að ég byrjaði hef ég kvatt kennarana hér til að sækja fjarnám og nú er þetta fólkið okkar sem er búið að fá réttindi,“ sagði Erna í samtali við Víkurfréttir í dag.
Hún bætti því við að fjölgun réttindakennara myndi tvímælalaust skila sér í öflugra skólastarfi og bættri menntun.„Það er ekki nokkur spurning að þriggja ára háskólanám mun skila sér og svo höfum við verið mjög öflug í símenntun innan skólans. Þar má nefna þátttöku í Olweus-eineltisverkefninu, læsisverkefni í samstarfi við Reykjanesbæ og verkefnið Litróf Kennsluaðferða þar sem er unnið með nýjustu aðferðir í sambandi við fjölbreyttari kennslu.“
VF-mynd/Þorgils Jónsson